1.gr.
Heiti félagsins er Þjónustunefnd Tjarnargötu 20, kt. 570401-2540.
2.gr.
Heimili þess er Tjarnargata 20, 101 Reykjavík og varnarþing er í Reykjavík.
3.gr.
Tilgangur Þjónustunefndar er að leigja húsið Tjarnargötu 20 af Reykjavíkurborg og endurleigja sali og herbergi hússins fyrir fundi 12 spora samtaka. Þjónustunefnd getur ekki ráðstafað húsinu eða sagt upp leigu þess nema með samþykki aðalfundar.
Starf þjónustunefndar er allur almennur rekstur hússins, samskipti við húseigendur, að setja húsreglur og aðrar almennar umgengnis-og samskiptareglur og sjá til þess að þeim sé framfylgt.
4.gr.
Þjónustunefnd skal skipuð 5 mönnum frá AA deildum hússins. Kosið skal um 3 á aðalfundi annað árið, en 2 hitt árið, til tveggja ára í senn. Kjósa skal 3 varamenn árlega til eins árs í senn. Skilyrði til setu í þjónustunefnd er a.m.k 5 ára samfelld edrúmennska.
Aðalfund skal halda fyrir 1. júní ár hvert og skal auglýstur með minnst 10 daga fyrirvara á auglýsingatöflum hússins. Hver deild hússins hefur eitt atkvæði á aðalfundi.
5.gr.
Þjónustunefndin skiptir sjálf með sér verkum, þannig að einn nefndarmanna er talsmaður félagsins, einn ritari og einn gjaldkeri. Þjónustunefndin setur sér starfsreglur þar sem m.a. skal kveðið á um fundatíma, tíðni og fleira. Á fundum þjónustunefndar skal rita fundargerð og skrá í hana ákvarðanir funda.
6.gr.
Talsmaður er í daglegu fyrirsvari fyrir þjónustunefnd og boðar til funda hennar. Þjónustunefnd getur ráðið sér starfsmann til þess að annast umsjón með húsinu.
7.gr.
Reikningstímabil þjónustunefndar er almanaksárið. Á aðalfundi skal leggja fram endurskoðaða reikninga þjónustunefndar.
8.gr.
Tillögur um breytingar á samþykktum þessum skal komið til þjónustunefndar viku fyrir aðalfund ár hvert. Til að breytingar á samþykktum taki gildi skulu þær hljóta 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi.
9.gr.
Þjónustunefnd ákveður leigugjald vegna aðstöðu fyrir fundi og innheimtir það hjá viðkomandi deildum. Sé leigugjald ekki greitt í þrjá mánuði jafngildir það uppsögn á hinni leigðu fundaraðstöðu.
10.gr.
Þjónustunefnd heldur upplýsinga-og samráðsfundi með fulltrúum AA deilda sem starfa í húsinu ef meirihluti deilda hússins óskar eftir því, annars eftir þörfum.
Samþykktir þessar taka gildi þann 23. júní 2013.
Gulahúsið verður áfram opið og mun Gulahúsið koma til móts við deildir sem óska eftir fresti á leigu vegna apríl leigu.
Íslensk stjórnvöld hafa sett á samkomubann í fjórar vikur frá og með mánudeginum 16. mars kl. 00:01 til og með 13.apríl klukkan 00:01 sem hefur áhrif á deildir í húsnæði Gula hússins. Það þýðir að samkvæmt lögum er óheimilt fyrir fleiri en 100 manns að koma saman í einu. Þá hefur heilbrigðisráðherra mælst til þess að þar sem fólk kemur saman sé a.m.k. tveggja metra bil á milli fólks.
Gulahúsið hvetjur deildir til að sýna ábyrgð og fara að tilmælum stjórnvalda.
Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér.
Þeim tilmælum hefur verið beint til fólks að gæta sérstaklega að hreinlæti, þvo sér oft og vel um hendur, hnerra og hósta í einnota þurrku eða olnbogabót og nota sótthreinsandi klúta eða efni.
Þá hefur Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beint þeim tilmælum til fólks að forðast handabönd og faðmlög. Almannavarnir hvetja fólk til að gæta vel að smitvörnum á þeim stöðum þar sem fólk kemur
saman, s.s. aðgangi að vatni, sápu
Gulahúsið fylgist áfram með þróun mála hér á landi og kann að gefa út frekari upplýsingar breytist staðan.
Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér.
sjá nánar á covid.is og aa.is
neyðarsímar: 898-4596 og 867-3142