1. Neysla og meðferð áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í húsinu.
  2. Reykingar eru stranglega bannaðar í húsinu.
  3. Öll meðferð opins elds (kerti) er bönnuð í húsinu.
  4. Þjónustunefndir skulu skila fundarsölum og eldhúsum hreinum og snyrtilegum eftir hvern fund.
  5. Bannað er að líma eða hengja tilkynningar á veggi hússins. Notið tilkynningatöflur.
  6. Ekki er heimilt að flytja húsgögn eða annan búnað á milli herbergja hússins.
  7. Háreysti er bönnuð í húsinu. Sýnum tillitssemi.
  8. Allt lauslegt sem gestir hafa meðferðis í húsið er á þeirra eigin ábyrgð.
  9. Allt einelti (andlegt, líkamlegt, kynferðislegt og félagslegt), sem og annað persónulegt áreiti varðar tafarlausum brottrekstri úr húsinu.
  10. Óheimilt er að breyta fundartíma eða fundarsal nema með samþykki þjónustunefndar hússins.
  11. Kvölddeildir skulu ganga frá húsinu og sjá um að: húsið sé mannlaust, loka gluggum, slökkva öll ljós, slökkva á kaffikönnum, læsa húsinu, læsa reykingaskúr.
  12. Brjóti einstaklingur eða deildir reglur þessar, getur það varðað brottrekstri úr húsinu.

Vinsamlega gangið snyrtilega um húsið.

Þjónustunefnd Tjarnargötu 20

Upplýsingar varðandi COVID-19

Gulahúsið verður áfram opið og mun Gulahúsið koma til móts við deildir sem óska eftir fresti á leigu vegna apríl leigu.

Íslensk stjórnvöld hafa sett á samkomubann í fjórar vikur frá og með mánudeginum 16. mars kl. 00:01 til og með 13.apríl klukkan 00:01 sem hefur áhrif á deildir í húsnæði Gula hússins. Það þýðir að samkvæmt lögum er óheimilt fyrir fleiri en 100 manns að koma saman í einu. Þá hefur heilbrigðisráðherra mælst til þess að þar sem fólk kemur saman sé a.m.k. tveggja metra bil á milli fólks.

Gulahúsið hvetjur deildir til að sýna ábyrgð og fara að tilmælum stjórnvalda. 

Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér.

Þeim tilmælum hefur verið beint til fólks að gæta sérstaklega að hreinlæti, þvo sér oft og vel um hendur, hnerra og hósta í einnota þurrku eða olnbogabót og nota sótthreinsandi klúta eða efni.
Þá hefur Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beint þeim tilmælum til fólks að forðast handabönd og faðmlög. Almannavarnir hvetja fólk til að gæta vel að smitvörnum á þeim stöðum þar sem fólk kemur
saman, s.s. aðgangi að vatni, sápu

Gulahúsið fylgist áfram með þróun mála hér á landi og kann að gefa út frekari upplýsingar breytist staðan.

Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér.

sjá nánar á covid.is og aa.is
neyðarsímar: 898-4596 og 867-3142